Indíana Rós
Kynfræðingur
Kynfræðsla og ráðgjöf
Indíana Rós útskrifaðist árið 2020 með M.Ed. gráðu í kynfræði frá Widener University í Bandaríkjunum. Þar útskrifaðist með topp einkun og fékk auk þess Konstance McCaffree Community Service Leadership viðurkenninguna fyrir störf sín.
Hún lauk B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 þar sem lokaverkefni hennar fjallaði um sjálfsfróun kvenna. Hún er starfandi formaður Kynís, Kynfræðifélag Íslands og hefur setið í stjórn frá 2014.
Indíana hefur verið með kynfræðslu frá árinu 2016 fyrir ýmsa hópa víðsvegar um landið. Hún er með fræðslur til að mynda fyrir starfsfólk og nemendur félagsmiðstöðva. grunnskóla, framhaldskóla og háskóla. Einnig fyrir foreldra, fagfólk og vinahópa á öllum aldri. Þá bíður hún upp á fræðslur fyrir pör og einstaklinga. Hún sinnir þá ráðgjöf til að mynda til skóla, sveitarfélaga og stofnanna.
Indíana er með sitt eigið hlaðvarp, skrifar pistla og fer reglulega í viðtöl til að ræða allt sem viðkemur því að vera kynvera.
Indíana leggur áherslu á að öll fræðsla taki tillit til fjölbreytileika og öllum líði vel á meðan fræðslu stendur. Fræðslan er ávallt hinseginvæn og tekur tillit til allskonar kynlífs, líkama og sambanda.
Hægt er að hafa samband í gegnum tölvupóst til þess að bóka kynfræðslu, ráðgjöf eða til þess að fá frekari upplýsingar.