top of page
Tropical Leaves

Kynfræðsla og ráðgjöf

Kynfræðsla er ekki bara fyrir unglinga heldur skiptir máli allt okkar líf. Ég brenn fyrir bættri kynfræðslu svo að fólk geti stundað betra kynlíf, aukið lífsgæði sín og betrumbætt sambandið við sjálfan sig og aðra.

Indíana Rós býður upp á kynfræðslu og ráðgjöf fyrir ýmis fyrirtæki, stofnanir, hópa og einstaklinga. Kynfræðsluna nálgast hún með áherslu á húmor, virðingu og faglega þekkingu og hefur gert frá 2016. Hún leggur áherslu á að skapa öruggt umhverfi til að ræða viðkvæm málefni og aðlagar hún fræðslu eftir þörfum.

Hennar nálgun stuðlar að jákvæðum viðhorfum til kynlífs og kynheilbrigðis með það að markmiði að hvetja til opinnar umræðu og fræðslu sem er grundvöllur að  kynheilbrigði.

Kynfræðsla fyrir öll stig grunnskóla, starfsfólk og foreldra. 

Fræðsla fyrir ungmenni og starfsfólk félagsmiðstöðva eða ungmennahúsa.

Fræðsla og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og stofnannir.

​Ráðgjöf fyrir einstaklinga og pör.

Indíana Rós hefur til að mynda unnið með eða veitt fræðslu til eftirfarandi fyrirtækja, félaga eða stofnanna.

Ummæli um kynfræðslu

„Indíana hefur sinnt kynfræðslu ásamt fræðslu um hinseginleika og fjölbreytileika á unglingastigi hjá okkur í Þorlákshöfn. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, nálgast viðfangsefni kynfræðslunnar á faglegan hátt með jákvæðni og fordómaleysi að leiðarljósi.

Hún náði einstaklega vel til nemenda sem treystu henni og fengu góða fræðslu í kynfræðsluvali á unglingastigi og var það mjög vinsæl valgrein meðal nemenda.“

 

Ólína Þorleifsdóttir

Skólastjóri

Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Services
bottom of page