top of page
Writer's pictureIndíana Rós

Sjálfsfróun er svo ótrúlega magnað fyrirbæri

Updated: Mar 15

Þessi pistill birtist fyrst árið 2017 á Nútímanum en hefur verið uppfærð með tilliti til nýjustu rannsókna.


Sjálfsfróun

Ræðum aðeins sjálfsfróun. Sjálfsfróun er eitt af þessu sem „allir-eru-að-gera-en-enginn-talar-um-það“ fyrirbæri.


Að mínu mati er ekki talað nóg um sjálfsfróun og mér þykir leiðinlegt hvað þetta magnaða fyrirbæri er lítið rannsakað. Ég sjálf er mikil áhugamanneskja um sjálfsfróun því það er svo fallegt að geta elskað sjálfa/n sig og látið sér líða vel á eigin forsendum. Munum að það á ekki að taka þann rétt af öðrum rétt eins og enginn á að geta tekið þann rétt af þér.


Við byrjum fyrst að stunda sjálfsfróun þegar við erum enn fóstur í maganum á mömmu okkar og höldum því áfram þegar við erum börn. Þegar við erum börn er það þó meira vegna þess hve góð tilfinning það er að snerta á sér kynfærin heldur en vegna kynferðislegra hvata eins og það verður með kynþroskanum. Það er mjög mikilvægt að skamma ekki eða banna börnum að fikta við sjálfan sig, heldur kenna þeim að þetta er eitthvað sem þau gera í einrúmi. Ef við skömmum börn þegar þau eru að fikta við kynfærin sín þá getur sú skömmustutilfinning fylgt þeim eftir og getur það leitt til þess að þau haldi alltaf að sjálfsfróun sé eitthvað sem á að skammast sín fyrir. Sem það er svo alls, alls ekki.


Öruggt kynlíf

Sjálfsfróun er ein öruggasta kynhegðunin og góð aðferð til þess að læra á sjálft sig og hvað það er sem lætur manni líða vel. Þrátt fyrir það þá man ég ekki eftir að hafa lært um sjálfsfróun í kynfræðslu, sem er hálfbrenglað! Mín minning um kynfræðslu snýr að hræðsluáróðri um kynsjúkdóma og fræðslu um allar mögulegar getnaðarvarnir, en minna um praktísk atriði eins og sjálfsást, samskipti og samþykkir, hvað þú ættir að gera ef þú fengir kynsjúkdóm og hvað þá ef til þungunar kæmi.


Sjálfsfróun er öll örvun á eigin kynfærum, hvort sem það er með fingri eða hlut og aðferðirnar við að stunda sjálfsfróun eru jafn mismunandi og þær eru margar. Þeir sem eru með typpi setja oft lófann utan um typpið og strjúka upp og niður, örva jafnvel punginn eða endaþarminn á meðan. Þeir einstaklingar sem eru með píku ættu að læra strax hvað snípurinn er, og að snípurinn sé drottning píkunarpíkunnar með alla rúmlega taugaenda en til samanburðar er typpi með um helmingi minna. Einstaklingar með píku örva þá oftast snípinn með fingrunum, strjúka innri börmunum, örva á sér brjóstin og láta jafnvel fingur eða eitthvað annað inn í leggöngin. Það eru líka til allskonar kynlífstæki sem einstaklingar nota, en það er efni í annan pistill. Örvun á snípinn er það sem leiðir til fullnægingar hjá stórum meirihluta einstaklinga með píku og það er mikil minnihluti sem fær fullnægingu við að örva einungis leggöngin.


Kynfærin okkar

Til að fræðast um eigin líkama ætti fyrst og fremst að skoða kynfærin sín. Fyrir einstaklinga með typpi er það eflaust frekar auðvelt því typpin eru utan á liggjandi. En fyrir einstaklinga með píku er það aðeins flóknara en þó ekki flóknari en svo að skoða sig með spegli. Þá er gott að fylgjast aðeins með hvernig kynfærin bregðast við örvun, bæði typpið getur fengið standpínu og einnig snípurinn. Snípurinn verður þrútinn og stífnar þegar hann fær standpínu og breytist liturinn einnig og verður ögn rauðari með auknu blóðflæði.


Að njóta

Markmiðið með sjálfsfróun þarf ekki endilega að vera það að fá fullnægingu, það má líka bara njóta þess að snerta sig í smá stund. Það þurfa heldur ekki allir að stunda sjálfsfróun, og ef þú vilt það ekki, þá er það fullkomlega í lagi. Einnig eru engar reglur um það hvað þú vilt hugsa á meðan þú stundar sjálfsfróun, og þú getur prufað þig áfram með þær fantasíur sem þér finnst æsandi. En athugum að það er munur á fantasíum og raunveruleikanum, þó að þú ímyndir þér einhverjar aðstæður þá þarf það ekki vera að þú viljir að það gerist í alvörunni. Leyfðu þér að njóta og fantasera um það sem þú vilt. Þú mátt stunda sjálfsfróun eins oft og þú vilt svo lengi sem það er ekki sársaukafullt eða þú farir að að missa úr skóla eða vinnu – þá væri kominn tími til að endurskoða forgangsröðun sína yfir daginn.


notar fingur til að snerta appellsínu líkt og er verið að stunda sjálfsfróun
Sjálfsfróun

Sjálfsfróun er svo ótrúlega magnað fyrirbæri en fyrir utan hvað það er frábær leið til að slaka á þá hafa rannsóknir sýnt að sjálfsfróun eykur sjálfstraust, bætir líkamsímynd og ánægju í kynlífi. Farðu nú extra snemma í háttinn í kvöld og eigðu smá stund með sjálfri/um þér, ég lofa að það er heilbrigt.

9 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page