top of page

Efni fyrir kynfræðslu

Er að leita af efni fyrir:
Tegund efnis
Viðfangsefni
🇮🇸 eða 🇺🇸 Fáninn segir til um hvort fræðsluefnið eða síðan sé á íslensku eða ensku.
🇮🇸 or  🇺🇸 The flag tells you if the material in the link is in icelandic or english.

Allar ábendingar um fræðsluefni má senda á indianaros@indianaros.is og er tekið fagnandi.
Athugið að Indíana Rós ber enga ábyrgð á innihaldi hvers fræðsluefnis heldur er einungis að vísa í efni sem Indíana sjálf notar eða hefur verið bent á. 

Fjöldi fræðsluefnis

46

🇺🇸

The Porn Conversation

Fræðsluvefur

Fræðsluefni hvernig má tala við börn og ungmenni um klám. Flokkað eftir aldri.

🇮🇸

Fávitar

Bók

Bók byggð á samfélagsmiðlinum Fávitar þar sem Sólborg Guðbrandsdóttir svarar spurningum, meðal annars um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika.

🇮🇸

Endurheimt

Hlaðvarpslisti

Þættir sem tengjast á einn eða annan hátt endurheimt foreldra eftir fæðingu og meðgöngu.

🇮🇸

Kynferðisofbeldi og kynferðisleg hegðun barna og unglinga

Netnámskeið

Þetta námskeið er fyrir öll þau sem starfa með börnum og unglingum á aldrinum 2-18 ára. Námskeiðið er ókeypis.

🇮🇸

Að eilífu ég lofa

Bók

Bók eftir Siggu Dögg kynfræðing sem er skrifuð fyrir unglinga sem fjallar um skilnað foreldra.

🇮🇸

Daði

Bók

Daði er sjálfstætt framhald af KynVeru eftir Siggu Dögg kynfræðing. Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna.

🇮🇸

Er ég tilbúin að stunda kynlíf með öðrum?

Skjal

Þessi gátlisti hentar vel fyrir ungt fólk sem veltir því fyrir sér hvenær þau eru tilbúin til að byrja að stunda kynlíf með öðrum. Gátlistinn er aðeins ætlaður til að skoða og svara fyrir sig sjálf, ekki til að skila inn eða lesa svörin upphátt.

🇮🇸

Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar

Fræðsluvefur

​Á vefnum má finna góða verkfærakistu varðandi efni tengd kynfræðslu.

🇺🇸

Sex Ed for Self Advocates

Fræðsluvefur

Fræðsluvefur með kynfræðsluefni fyrir einhverf ungmenni, 15 ára og eldri.

🇺🇸

Amaze.org

Fræðslumyndbönd

Góð og stutt myndbönd sem varðar t.d. kynlíf, sambönd, fjölbreytileika og kynheilbrigði. Gott fyrir þau sem eiga auðveldara með myndrænt efni. Athugið að efnið er ekki á Íslensku en er til á fjölmörgum tungumálum.

🇮🇸

Umboðsmaður Barna

Fræðsluvefur

Réttindi barna og ungmenna sem er að finna í íslenskum lögum. Gott að vita að 16 ára er aldur sjálfstæð í heilbrigðiskerfinu. Þá má fara í kynsjúkdómapróf, fá pilluna o.s.fv. án foreldra.

🇮🇸

Sterkari út í lífið

Fræðsluvefur

Fræðsluvefurinn Sterkari út í lífið bíður foreldrum og fagfólki upp á ýmisskonar fræðsluefni og verkefni sem miðar að því að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga.

bottom of page