top of page

Efni fyrir kynfræðslu

Er að leita af efni fyrir:
Tegund efnis
Viðfangsefni
🇮🇸 eða 🇺🇸 Fáninn segir til um hvort fræðsluefnið eða síðan sé á íslensku eða ensku.
🇮🇸 or  🇺🇸 The flag tells you if the material in the link is in icelandic or english.

Allar ábendingar um fræðsluefni má senda á indianaros@indianaros.is og er tekið fagnandi.
Athugið að Indíana Rós ber enga ábyrgð á innihaldi hvers fræðsluefnis heldur er einungis að vísa í efni sem Indíana sjálf notar eða hefur verið bent á. 

Fjöldi fræðsluefnis

46

🇮🇸

Ég veit

Fræðsluvefur

„Ég veit“ er opinn námsefnisvefur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og um ofbeldi, misnotkun, einelti og réttindi barna. Efnið er unnið samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
„Ég veit“ er upphaflega þróað af Salaby í Noregi

🇮🇸

Kynlíf og Krabbamein

Hlaðvarpslisti

Hlaðvörp sem tengjast kynlífi og krabbameini á einn eða hátt.

🇮🇸

Þýðing á Traffic light bækling

Skjal

Þýðing á skjali. Sýnir eðlilega, varhugaverða og mjög varhugaverða kynhegðun eftir aldri. (Grunnskóla)

🇮🇸

Hvað er endómetríósa?

Fræðsluvefur

Upplýsingar um hvað er endómetríósa á vef Endó Samtakanna

🇮🇸

Vertu þú!

Bók

Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni. Höfundar bókarinnar eru Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir sem halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikinn.

🇮🇸

Ástráður

Fræðsluvefur

Fræðsluvefur Ástráðs, kynfræðslufélag læknanema við Háskóla Íslands.

🇺🇸

Rannsóknir um sambönd og kynlíf

Fræðsluvefur

Hér er búið að taka saman alls kyns rannsóknir sem koma að kynlífi og parasamböndum.

🇮🇸

KynVera

Bók

Fyrsta skáldsaga Siggu Daggar kynfræðings. Sagan fjallar um unglingsstúlkuna Veru sem er að ganga í gegnum allar þær breytingar er fylgja kynþroskanum og því að uppgvöta sjálfa sig og ástina.

🇮🇸

Kjaftað um kynlíf

Netnámskeið

Netnámskeið fyrir fullorðna um hvernig má kjafta um kynlíf við börn og ungmenni á öllum aldri. Flokkað eftir aldri barna.

🇺🇸

Traffic light bæklingur

Skjal

Skjal sem hjálpar til að átta sig á hvað er eðlileg kynhegðun eftir aldri, hvenær þarf fræðslu en hvenær þarf að grípa inní.

🇮🇸

Kynþroskinn

Fræðsluþættir

Fræðslumyndbönd sem sýnir kynþroskann. Efnið er norskt en er með íslenskum texta. Hentar miðstigi og upp úr.

🇮🇸

Litla bókin um blæðingar

Bók

Yfirgripsmikil og fer vel yfir ólíkar túrvörur, hvernig þær virka, kosti og galla; algengar spurningar; tíðahringinn; tíðaverki; hvernig megi leita sér hjálpar og algengar mýtur. tekur tillit til allra kynja og fagnar fjölbreytileika.

bottom of page