Félagsmiðstöðvar og ungmennahús
1
Fyrirlestur
Tvö mismunandi erindi í boði eftir aldri. og fjallað er meðal annars um
5.-7. bekkur:
Fjölbreytileikinn, kynþroski, kynfæri, túr, örrugara kynlíf, sjálfsfróun samþykki og mörk
8.-10. bekkur
fjölbreytileika, kynfærin, sjálfsfróun, kynlífsánægju, samþykki, mörk og öruggara kynlíf og kynsjúkdómapróf
Spurningar velkomnar og nafnlausar spurningar í lokin
Hentar einnig í sértækum félagsmiðstöðum fyrir fötluð börn.
2
Nafnlausar spurningar
Ég leiði, ásamt starfsfólki, svokölluð „trúnó“ kvöld. Ungmennin skrifa nafnlausar spurningar á miða og setja í skál og þær eru lesnar upp af mér og starfsfólki. Förum í gegnum þær saman, gefum pásu ef þarf til að bæta við spurningum.
Ég og starfsfólk verðum búin að lauma einnig nokkrum spurningum ofan í, gott tækifæri til að ræða ef ákveðin málefni hafa verið að koma upp í starfinu sem þarf spjall um.
Námskeið fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva
Heilsdags námskeið ca. 8:30-15:30
EN HVAÐ HEFUR ÞÚ SOFIÐ HJÁ MÖRGUM?
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa í félagsmiðstöðvum, bæði stjórendum og öðru starfsfólki, sem vilja bæta þekkingu sína og auka sjálfstraustið í að ræða og fræða ungmennin sem leita í starfið um kynlíf og kynheilbrigði. Með því byggjum við upp traust svo ungmennin vita að þeim er mætt með virðingu og eru örugg um að vita um trausta aðila til að leita til með allar þeirra pælingar og áhyggjur sem fylgir því að vera kynvera.
Um hvað:
Í námskeiðinu förum við í upprifjun á kynfræðslu og hinseginleikanum, fjöllum um öruggari kynlíf og kynheilbrigði, kynhegðun unglinga og hvað er eðlilegt eftir þeim aldri, og hvenær er merki um að þurfi að grípa inn í, með fræðslu eða öðrum hætti.
Þá skoðum við um hvernig við getum komið kynfræðslu með markvissari hætti inn í starfið okkar, bæði á formlegan og óformlegan máta. Hvernig við bregðumst við upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi og hverjar eru vísbendingar um að ofbeldi hafi átt sér stað. Að sjálfsögðu förum við svo yfir hvernig við svörum spurningum um kynlíf, til dæmis þegar unglingarnir spurja okkur „En hvað hefur þú sofið hjá mörgum?“.
Umsögn um námskeiðið:
„Indíana kom og var með okkur, starfsfólki félagsmiðstöðva Múlaþings, heilan dag. Hún var mjög fagleg, skipulögð og skemmtileg og fór bæði með okkur í ákveðna upprifjun og svo dýpra til að styrkja okkar eigin fræðslu. Indíana veit greinilega hvað hún er að gera og gerir það vel.„ - Bylgja Borgþórsdóttir, Íþrótta- og Æskulýðsstjóri Múlaþings