top of page

INSTRUCTIONS FOR APPLICATIONS FOR PAYMENT PARTICIPATION IN BREAST REDUCTION

ATTENTION - now on January 29, 2024, there is nothing new in this matter that people may have seen last year regarding the breast reduction subsidy. See this one newse.g. or this interview. I'm still pushing for answers and will post here when they come. However, I would always personally apply for the subsidy if I were going to have surgery now, because if the case ends before I have time for surgery, I could get the subsidy.

Ég hafði fengið misvísandi upplýsingar víðsvegar á netinu, frá læknum  og í umræðum um hvaða skilyrði væru til að fá greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í brjóstaminnkun svo ég lagðist sjálf yfir þetta til að finna hvað í þessu væri rétt og hvernig ég ætti að sækja um greiðsluþátttöku. Athugið að sumir læknar telja að það þurfi að vera í kjörþyngd skv. BMI til að fá greiðsluþátttöku sjúkratrygginga en það er ekki rétt. Spítalinn setur sínar eigin reglur og þar skilst mér að þau setji kröfu varðandi kjörþyngd. Eftirfarandi upplýsingar varðandi brjóstaminnkun á ekki við aðgerðir landspítalanum heldur  hjá sérgreinalæknum sem eru með samning við sjúkratryggingar t.d á Klínikinni og öðrum stofum. 

 

Þessar upplýsingar eru skrifaðar 5. Ágúst 2023 og fékk ég samþykkt greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum.

 

ATH !! Það þarf að sækja um undanþágu ÁÐUR en aðgerðin er!
- Getur tekið tíma, þau funda 1-2x í mánuði svo best er að byrja þetta að minnsta kosti 2 mánuðum áður en aðgerðin er!

Þú þarft ekki að vera í kjörþyngd skv. BMI stuðli til að fá greiðsluþátttöku. Greiðsluþátttaka byggir á Schnur skalanum og notar sá skali hlutfall af þinni þyngd og hæð til að segja hversu mikið þarf að taka af brjóstunum þínum til þess að fá greiðsluþátttöku. 

Úr reglugerð (sjá hér) um lýtalækningar sem sjúkratryggingar taka til, skilyrði (Sjá fylgiskjal, bls 6 / nr. 40), til greiðsluþátttöku v. brjóstaminnkunar.

Bæði brjóst hjá fullþroska konu eru stór og þung og valda alvarlegri skerðingu á líkamsfærni. Skilyrði er að einkenni hafi ekki svarað íhaldssamri meðferð s.s. viðeigandi brjóstahöldum, megrun, æfingum eða lyfja- meðferð. Einkenni sem geta verið afleiðing stórra brjósta eru m.a.:

a) Endurteknar eða viðvarandi sýkingar, kýli, exem og sáramyndun undir brjóstum.
b) Viðvarandi verkir í hálsi, herðum eða öxlum.

c) Viðvarandi óeðlileg líkamsstaða og bak verkir með takmörkun á líkamsfærni.
d) Viðvarandi náladoði, verkir eða máttleysi í handlegg vegna þrýstings á taugar eða æðar.

e) Renna eða sár í sjalvöðva undan brjósta höldum.
Í öllum tilvikum skal læknir áætla hvað fjarlægja þurfi mikinn brjóstavef (ekki fituvef) úr hvoru brjósti og skal ákvörðun umhvort aðgerð falli undir sjúkratryggingar byggð á þeirri áætlun að teknu tilliti til líkamsyfirborðs viðkomandi. Nota ber Schnur sliding scale.

 

Ef þessi einkenni eiga við þig og þú vilt gera tilraun til að sækja um greiðsluþátttöku eru þetta skrefin

 

Skref 1: Reikna út hvað Body Surface Area hjá þér er:

Ýttu hér til að opna reiknivélina :

Dæmi - manneskja sem er 170 cm og 85 Kg fær út 1.98 í BSA

 

Skref 2: Kíkja á þessa heimasíðu (skrolla niður) til að sjá hvað BSA talan þín segir þér.

 

Til dæmis dæmið hér að ofan með töluna 1.98, kíkiru þá 2.0 - þar er talan 628 við hliðiná. Það þýðir að það þurfi að taka a.m.k. 628gr úr hvoru brjósti til að fá greiðsluþátttöku.

 

Skref 3: Bóka tíma hjá lýtalækni og heimilslækni - sjá skjöl neðst

Skiptir ekki máli hvor gerir fyrst, ég fór fyrst til heimils og svo lýtalæknis.

 

Hjá heimilslækni - segir að þú sért að fara sækja um greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum og mætir með þetta blað útprentað fyrir lækninn að fylla inn:

Gott að hafa þessa ICD kóða sem eru í þessu skjali til að sýna þeim (Blaðsíða 3):

 

Hjá lýtalækni

skjalið sem þú mætir með til lýtalæknis fyllir þú sjálf út og skilar sjálf inn til sjúkratrygginga. Gott að hafa skjalið með til lýtalæknisins.

Segir lækninum þú ætlar að reyna sækja um greiðsluþáttöku. Spurðu hvað lýtalæknirinn áætli að þurfi að taka mikið af brjóstunum. Þau vita oft ekki nákvæmlega fyrir aðgerð hversu mörg grömm eru tekin heldur áætla þau, t.d helmingur af þyngd brjóstanna. Fáðu þá upplýsingar um hversu þung brjóstin eru. Ef við höldum áfram með dæmið hér að ofan (628gr af hvoru brjósti) - Ef lýtalæknir segir, það er sirka helmingur tekinn og brjóstinn eru um 1400gr hvort. Það þýðir að það eru ca. 700gr tekin af hvoru, sem eru að sjálfsögðu meir en þessi 628 gr og ættir þú því að uppfylla skilyrðið varðandi hversu mikinn brjóstvef þarf að fjarlæga.


Hvaða upplýsingar þú þarft frá lýtalækni til að fylla út skjalið.

- Hvenær er meðferð áætluð?

- læknisnúmer lýtalæknis
- Númer meðferðar : nr 40  ( héðan kemur nr 40 (Sjá fylgiskjal, bls 6 / nr. 40)
- Tegund meðferðar : Brjóstaminnkun
- Nánari upplýsingar:  Hér skrifaru frá lýtalækni hvað hvert brjóst er ca. stórt og hvað er ca. tekið af þeim
Hér skrifaru líka áætlaða þyngd á aðgerðardegi og hæð (Upp á Schnur skalann)

 

Dæmi: Brjóstin eru um 1400 gr. tekið ca. helmingur af hvoru.


     - Jafnvel byðja lækninn um að prenta út læknabréfið, þar sem hann er að punkta þetta niður hjá sér og láta fylgja með umsókninni.

 

  • Heimilislæknir skjal

https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6EjqwajLojDWYvTyP5avje/4b9b6d84a614ea8b1a81ea2fcc4da801/vottord-heilsugaeslu-eda-heimilslaeknis-um-skerta-likamsfaerni.pdf

  • Umsókn undanþágu - gott að taka með til lýtalæknis til að sjá hvort þú sert með allt!

https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/ctdjotv2K4wpmMUx9sb9x/00d14207e5ac7d74432bf86d955c8c81/Umsokn-um-undanthagu-vegna-lytalaekninga-sem-krefjast-fyrirfram-samthykkis-SI.pdf

 

Ef þú telur þig eiga rétt á greiðlsuþátttöku eftir þennan lestur og upplýsingar frá heimilis/heilsugæslulækni og lýtalækni þá ferð þú inn á Sjúkra.is, skráir þig inn í réttindagátt. Á vinstri hlið stendur senda skjöl til SÍ, ýtir á það og svo undir rafræn skil á skrá setur inn umsókninar þínar. Ég notaði símann minn til að skanna inn skjölin (Notaði notes í Iphone til að skanna).

Sjúkratryggingar gefa sér 1-3 vikur til að fara yfir umsóknina og veita svar (Sjá hér undir læknareikningar).

bottom of page