Hvert get ég leitað?
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis
🇮🇸
Staðsett á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ferð í móttökuna og segir að þú þurfir þjónustu hjá neyðarmóttökunni (vegna kynferðisofbeldis).
Markmið móttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis.
Getur fengið læknisskoðun, aðstoð sálfræðings og lögfræðings. Þú ræður alveg hvaða þjónustu þú þiggur. Gott er að fara sem fyrst eftir brot eða tilraun til brots ef hægt er.
Ef þú býrð ekki á höfuðborgarsvæðinu getur þú alltaf hringt í 112.
Grunur um óléttu
🇮🇸
Ef þig grunar óléttu (jafnvel með staðfest óléttupróf úr apóteki) er þægilegast að fara á sína heilsugæslu.
Þú getur líka alltaf sent skilaboð á netspjallið á Heilsuveru, vef heilsugæslunnar, til að fá frekari upplýsingar um hvað er best fyrir þig að gera.Netspjallið er niður í hægra horninu á Heilsuvera.is.
Athugið að eftir 16 ára aldur máttu nýta heilbrigðisþjónustu án vitundar og samþykkis foreldra þinna.
Kvennaathvarf
🇮🇸
Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki gætu búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þjónustan er ókeypis.
Kvennaathvarfið er staðsett í Reykjavík og áAkureyri en er opið fyrir allar konur, óháð búsetu eða lögheimili.
Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.
Náms- og starfsráðgjafi
🇮🇸
Í skólum, öllum að ég held, er starfandi námsráðgjafi. Það er hægt að leita til þeirra til að fá ýmsar upplýsingar og ráðgjöf og oft gott fyrsta skref, ef þú ert sjálft í grunnskóla, eða ef þú átt nemanda í grunnskóla. Upplýsingar um námsráðgjafa og hvernig er hægt að hafa samband er þá vanalega á heimasíðu grunnskólans. Í hlekknum er almennt um námsráðgjafa.
Kynsjúkdómapróf
🇮🇸
Ef þú vilt fara í kynsjúkdómapróf (tjékk) er þægilegast að fara á sína heilsugæslu.
Þú getur líka alltaf sent skilaboð á netspjallið á Heilsuveru, vef heilsugæslunnar, til að fá frekari upplýsingar um hvað er best fyrir þig að gera. Netspjallið er niður í hægra horninu á Heilsuvera.is.
Athugið að eftir 16 ára aldur máttu heilbrigðisþjónustu án vitundar og samþykkis foreldra þinna.
Bergið Headspace
🇮🇸
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á þjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Til dæmis er hægt að leita þangað ef þér líður illa.
Markmiðið er að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.
Skólahjúkrunarfræðingur
🇮🇸
Í skólum, öllum að ég held, er starfandi skólahjúkrunarfræðingur. Það er hægt að leita til þeirra til að fá ýmsar upplýsingar og ráðgjöf og oft gott fyrsta skref, ef þú ert sjálft í grunnskóla eða ef þú átt nemanda þar. Upplýsingar um skólahjúkrunarfræðing, viðveru þeirra og hvernig er hægt að hafa samband er þá vanalega á heimasíðu skólans. Í hlekknum er almennt um hlutverk skólahjúkrunarfræðinga.
Getnaðarvarnir
🇮🇸
Ef þú vilt fá upplýsingar um getnaðarvarnir er þægilegast að fara á sína heilsugæslu.
Þú getur líka alltaf sent skilaboð á netspjallið á Heilsuveru, vef heilsugæslunnar, til að fá frekari upplýsingar um hvað er best fyrir þig að gera. Netspjallið er niður í hægra horninu á Heilsuvera.is.
Athugið að eftir 16 ára aldur máttu nýta alla heilbrigðisþjónustu án vitundar og samþykkis foreldra þinna.